Saeid Mollaei einum besta júdomanni heims og ríkjandi heimsmeistara frá 2018 var bannað af stjórnvöldum í Íran að halda áfram keppni á heimsmeistaramótinu í Tokyo. Það gerðist þegar hann var kominn vel á veg í keppninni en hann fékk símtal frá íþróttamálaráðherra Írans þar sem honum var bannað að halda áfram keppni en líklegast var talið að hann myndi mæta Saki Muki frá Ísrael í úrslitum.