Egill og Sveinbjörn hafa lokið keppni á HM

Egill BlöndalSveinbjörn Iura hafa lokið keppni á heimsmeistaramótinu í Tókýó. Hér er drátturinn en þeir sátu báðir hjá í fyrstu umferð og hófu keppni í annarri. Sveinbjörn mætti Jack Hatton (USA) sem hafði sigrað Marco Tumampad (PHI). Sveinbjörn virkaði sigurstranglegri framan af og komst nálægt því að skora með Osoto gari í byrjun glímunar. Þróaðist viðureignin á þann veg að hvorugur hafði skorað eftir venjulegan glímutíma. Tók þá við bráðabani (golden score) og fór hann á þá leið að Hatton var virkari og Sveinbjörn tapar á refsistigum og þar með úr leik.  Egill mætti Peter Zilka frá Slóvakíu sem áður hafði sigrað  Nantenaina Finesse (SEY). Zilka virtis vera mjög sterkur stöðugur og stýrði baráttunni um handtökin og glímunni. Samt sem áður gerði Egill vel og var hreyfanlegur og náði að koma að sóknum. Egill komst nálægt því að skora snemma í viðureigninni með Soto Tsurikomi goshi. Eftir um það bil tveggja mínútna viðureign sótti Zilka inn í Uchi mata og skoraði ippon og þar með var Egill einnig leik. Hér má sjá viðureignir þeirra Egils og Sveinbjörns