Um helgina 2-3 desember verður Baltic Sea Championships haldið í Orimattilla í Finnlandi og þar verða sex íslenskir keppendur verða á meðal þátttakenda. Það eru þau Aðalsteinn Karl Björnsson, Emma Tekla Thueringer, Fannar Þór Júlíusson, Jónas Björn Guðmundsson, Mikael Máni Ísaksson og Skarphéðinn Hjaltason og þjálfari og fararstjóri er Zaza Simonishvili. Hér eru nánari upplýsingar um mótið.
Baltic Sea Championship er sterkt mót en skráðir keppendur eru 512 frá tólf þjóðum. Fyrir utan keppendur frá Finnlandi og Íslandi og hinum norðurlöndunum eru keppendur frá, Austurríki, Azerbaijan, Belgíu, Eistlandi, Indlandi, Lettlandi og Þýskalandi. Keppt er í aldursflokkum, U15, U17, U20 og seniora. Á laugardaginn (2.des) er keppt í U15 og U20 ára og á sunnudaginn í U17 og senioraflokkum. Hér er hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu.