Baku Grand Slam 2023

Í vikunni lögðu af stað til Baku í Aserbaijan þeir Kjartan HreiðarssonHrafn Arnarsson og Karl Stefánsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara og munu þeir keppa á laugardag og sunnudag en keppnin hófst í dag og stendur til 24. september. Keppendur eru 446 frá sextíu og einni þjóð og á meðal þeirra eru flestir stigahæstu menn og konur heims í dag. Á morgun keppa þeir Kjartan og Hrafn og Karl keppir svo á sunnudaginn og hefst keppnin báða dagana kl. 5:30 á okkar tíma en þá er klukkan í Baku 9:30. Kjartan sem keppir í -73 kg flokki situr hjá í fyrstu umferð en mætir svo í annari umferð annaðhvort Begench Soltanov frá Turkmenistan (TKM) eða Kyprianos Andreu frá Kýpur (CYP). Hrafn sem keppir í -81 kg flokki mætir Esposito Antonio frá Ítalíu (ITA). Kjartan á 19. glímu á velli eitt sem gæti verið um kl. 7 og Hrafn á 5. glímu á velli þrjú. Karl keppir í +100 kg flokki og mætir hann Cesarino Joao frá Brasilíu (BRA) og er það 8. glíma á velli þrjú. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv.