European Judo Open í Luxembourg hófst í dag og eru þátttakendur 430 frá 50 þjóðum víðsvegar úr heiminum. Þeir Árni Pétur Lund -81 kg og Ægir Valsson -90 kg eru á meðal þátttakenda en þeir keppa á morgun sunnudaginn 29. sept. Keppnin hefst kl. 9 að morgni á okkar tíma og á Ægir fyrstu glímu og mætir Leso Kvirikashvili frá Azerbaijan (áður GEO) en Árni keppir eitthvað seinna og mætir hann Ibrahim Keita frá Frakklandi sem var Franskur meistari seniora 2017 og í 7. sæti á GS Paris og GP Tbilisi 2018. Keppnisröðina verður hægt að sjá hér. Hér er drátturinn og hægt að fylgjast með með keppninni í beinni útsendingu á fjórum völlum.