Í tilkynningu frá Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins í gær segir meðal annars að sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir hafa hvatt alla og höfuðborgarsvæðið sérstaklega til að halda áfram að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum næstu vikur. Markmiðið er að draga úr dreifingu og vexti veirunnar og vinna gegn auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Judofélag Reykjavíkur mun fara að þessum tilmælum og verður því áframhald á æfingahléi hjá félaginu. Til stendur að þessi ákvörðun verður endurskoðuð að viku liðinni, í takt við álit sóttvarnalæknis. Tilkynninguna má lesa hér.