Æfingar barna 4-6 ára hefjast á morgun. Æfingar eru einu sinni í viku á laugardögum frá kl. 10-11 og eru þær fyrst og fremst í formi ýmiskonar leikja, jafnvægisæfinga og samhæfing handa og fóta og börnin læra að detta án þess að meiða sig svo eitthvað sé nefnt og þannig er lagður grunnur að framhaldsæfingum í judo. Þjálfarar eru Ingunn Rut Sigurðardóttir, og Bjarni Á. Friðriksson. Allir byrjendur 4-6 ára fá júdobúning frá JR. Nánari upplýsingar, gjaldskrá og skráning.