Vegna mikillar aukningar á Covid-19 smitum síðustu daga hafa Íþróttafélög verið hvött af yfirvöldum til að gera hlé á starfi sínu næstu tvær vikurnar og mun Judofélag Reykjavíkur að sjálfsögðu fara að þeim tilmælum. Það verða því engar æfingar í JR í öllum flokkum fyrr en mánudaginn 19. október nema annað verði ákveðið í millitíðinni og verður það þá tilkynnt hér.
