Daganna 26-29 september tekur hópur íslenskra judomanna þátt í Nordic Training Camp Malmö í Svíþjóð en æfingabúðirnar eru skipulagðar af sænska judosambandinu og fara fram í afreksmiðstöðinni í Baltiska Hallen. Þátttaka okkar er liður í undirbúningi fyrir næstu lansliðsverkefni en framundan er meðal annars þátttaka í Evrópumeistaramóti smáþjóða (GSSE) dagana 5-6 nóvember. Þátttakendur okkar í æfingabúðunum eru þeir Kjartan Hreiðarsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Skarphéðinn Hjaltason og Egill Blöndal og með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Zaza Simonishvili.
Frá v-h. Kjartan, Skarphéðinn, Ingólfur, Egill og Zaza
