Tilslakanir boðaðar á takmörkunum á samkomum frá 13. janúar til og með 17. febrúar 2021. Heilbrigðisráðneytið hefur nú birt frétt og reglugerð um tilskakanir á takmörkunum á samkomum, frá og með 13. janúar nk. Sá fyrirvari er þó á tilslökunum að þróun faraldursins verði ekki á verri veg. Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið eru eftirfarandi:
- Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými.
- Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda.
Fréttina í heild sinni er að finna hér.
Reglugerð heilbrigðisráðuneytisins hefur verið birt, finna má hana hér.
Fréttinni fylgdi minnisblað sóttvarnarlæknis, dags. 7. janúar 2021.