Síðastliðinn þriðjudag fengum við óvænta heimsókn en á judoæfingu mætti Volker Gößling 6. dan frá Þýskalandi en hann var staddur hér á landi vegna ráðstefnu sem haldin var hér í vikunni en Volker er í forsvari og aðalþjálfari fyrir DSC Wanne-Eickel – Judo í Þýskalandi. Á þriðjudaginn byrjaði hann á því að taka þátt í Gólfglímuæfingu 30 + og síðan leiðbeindi hann hjá meistaraflokki/framhaldi og sýndi fullt af áhugaverðum atriðum bæði í standandi og gólf tækni. Hér er frétt á heimasíðu DSC Wanne-Eickel – Judo, um heimsón hans til JR. Takk fyrir heimsóknina Volker.

