Æfingabúðir JSÍ voru haldnar dagana 2-4 maí og voru vel sóttar en þátttakendur voru rúmlega þrjátíu úr sjö klúbbum. Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari stjórnaði æfingunum sem voru blanda af randori og tækniæfingum. Æfingabúðirnar voru þáttur í lokaundirbúningi keppenda fyrir Norðurlandameistaramótið sem haldið verður næstu helgi í Danmörku og Smáþjóðaleikana í Andorra síðustu vikuna í maí.












