Frábæru Íslandsmóti karla og kvenna 2019 sem var haldið í Laugardalshöllinni í 27. apríl lauk með því að tíu Íslandmeistarar voru krýndir og þar af voru fjórir sem voru að vinna titilinn í fyrsta sinn. Úrslitin voru nokkuð eftir bókini en þó ekki alveg. Þór Davíðsson vann -100 kg flokkinn og var það hans fjórði titill en ýmist í þeim flokki eða – 90kg. Janusz Komendera vann titilinn í þriðja skiptið en ekki í röð en það geri hinsvegar Ásta Lovísa Arnórsdóttir er hún vann -63 kg flokkinn þriðja árið í röð og nokkuð örugglega og það gerðu einnig þeir Gísli Egilson í -73 kg flokki og Egill Blöndal -90 kg flokki. Egill vann einnig opinn flokk karla og nú í annað sinn. Úrslitaviðureig Egils í opnum flokki var gegn Þór Davíðssyni. Sú viðureign fór í gullskor og endaði með sigri Egils eins og áður hefur komið fram en það sem er eftirminnilegast að líklega settu þeir Íslandsmet í gullskors glímulengd þvi hún varði í 8 mínúrur og 31 sekúndu en áður höfðu þeir glímt í 4 mínútur. Í -81 kg flokknum var búist við hörku úrslitaviðureign milli þeirra félaga Loga Haraldssonar og Árna Péturs Lund en sú viðureign varð í styttra lagi þegar Árni fór eldsnögt í bragð og skoraði ippon og innbyrti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. En því var einmitt öfugt farið á ÍM 2017 en þá mættust þeir Logi og Árni í úrslitum og þá vann Logi og einnig sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Dofri Bragason -60 kg og Karl Stefánsson +100 kg og Ástrós Hilmarsdóttir en hún keppti í opnum flokki kvenna voru eins og Árni Lund að vinna sína fyrstu Íslandsmeistaratitla. Hér eru úrslitin og nokkar myndir frá mótinu.