Fyrri hluti Haustmóts JSÍ 2025 var haldið á Selfossi í umsjón Judodeildar UMFS sem fórst verkið vel úr hendi. Mótið sem hófst kl. 13:00 var afar skemmtilegt og gekk vel fyrir sig. Dómgæsla og mótsstjórn var hin besta og fullt af frábærum og skemmtilegum viðureignum og lauk mótinu um kl. 15:30. Keppendur voru fimmtíu og sjö frá tíu klúbbum og var keppt í aldursflokkum U13, U15 og U21 árs. Keppendur JR voru sautján og stóðu þeir sig býsna vel en þeir unnu alls til sautján verðlauna, níu gullverðlaun, sjö silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Óskum við keppendum öllum til hamingju með árangurinn. Hér eru úrslitin, myndir frá keppninni og verðlaunahöfum og video klippa.

































































