Þeir Aðalsteinn Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason héldu til Tékklands í gær ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara og munu þar taka þátt í Nymburk OTC æfingabúðunum sem haldnar er þar og standa yfir frá 10. til 17 mars. Æfingabúðir þessar eru haldnar árlega og eru liður í röð æfingabúða í Evrópu sem nefnast Olympic Training Centre (OTC) og eru haldnar af Evrópska Judosambandinu (EJU) í samvinnu viðkomandi landssamband. Þátttakendur koma allsstaðar að úr heiminum og skipta hundruðum. Okkar menn verða í fimm daga og eru væntanlegir aftur heim 14. mars.
