Íslandsmót 2018 í sveitakeppni karla fór fram í gær og var það haldið hjá Júdofélagi Reykjavíkur að þessu sinni. Keppnin var fyrst haldin árið 1974 og var þetta í 43 skiptið sem keppt var en hún féll niður 1993 og 2002. Því miður sendu ekki öll félög sveitir í þessa sögulegu og mest spennandi keppni hvers árs sem sveitakeppnin jafnan er og skipar einn stærstan sess í sögu hvers félags og er það áhyggjuefni. Það voru aðeins fjórar sveitir skráðar til leiks en á síðustu stundu forfallaðist einn keppandinn hjá KA og ekki náðist í varamann og KA varð að hætta við þátttöku svo sveitirnar sem kepptu voru JR-A og JR -B og sveit Selfoss. Hvorugt félagið gat stillt upp sýnu sterkasta liði að þessu sinni þar sem nokkrir keppendur þeirra (Breki Bernhardsson, Egill Blöndal og Ægir Valsson) eru í Japan við æfingar og keppni og eins er Logi Haraldsson ekki búinn að ná sér að fullu af meiðslum frá því í haust. Keppnin var engu að síður ákaflega skemmtileg eins og jafnan er í sveitakeppni og margar skemmtilegar viðureignir sem gjarnan enduðu á ippon kasti. Leikar fóru þannig þegar upp var staðið að sveit JR-A sigraði og er Íslandsmeistari 2018 í sjötta skipti í röð og í 18 skipti alls. Í öðru sæti varð sveit Selfoss og í því þriðja sveit JR-B. Hér neðar eru úrslitin og nokkarar myndir frá mótinu.
Viktor og Kjartan Árni Lund og Dofri Kjartan og Viktor Marija, Sævar og Birkir Þormóður og Ari Hrafn og Kjartan Þór og Ari Ari og Þór Úlfur, Hrafn, Haukur og Oddur Árni Lund og Úlfur Árni Lund og Úlfur JR A og B Gullsveit – JR-A Bronssveit – JR-B Silfursveit Selfoss Verðlaunasveitir í Sveitakeppninni 2018