Sveinbjörn komst ekki áfram í Dusseldorf

Sveinbjörn Iura komst því miður ekki áfram á Dusseldorf Grand Slam um helgina en hann tapaði viðureign sinni gegn Adrian Gandia frá Puerto Rico. Eins og áður kom fram þá hafa þeir æft saman og þekkja til hvors annars og sýndi það sig í glímunni en hvorugur náði að skora en Adrian var virkari og Sveinbjörn tapar á refsistigum og þar með úr leik. Hér má sjá viðureign þeirra. Sveinbjörn verður áfram í Þýskalandi út vikuna og tekur þar þátt í alþjóðlegum æfingabúðum.