Hong Kong Asian Open hófst í dag og er Sveinbjörn Iura á meðal þátttakenda en hann keppir á morgun. Keppnin hefst kl. 10 að morgni í Hong Kong sem er þá á okkar tíma kl. 2 eftir miðnætti í kvöld laugardag. Hér er keppendalistinn í -81 kg flokknum en dregið var í gær. Sveinbjörn sem er í 87. sæti heimslistans situr hjá í fyrstu umferð en mætir svo annað hvort Kamon Saithongkaew frá Thailandi eða Tsz Yeung Chu frá Hong Kong. Þátttakendur eru 188 frá 5 heimsálfum og 32 þjóðum og eru karlarnir 112 og konurnar 76. Því miður er ekki hægt að fylgjast með í beinni útsendingu en hægt er að fylgjast með framvindunni hér.