Sveinbjörn Iura sem nú er staddur í Japan við æfingar mun taka þátt í Hohhot Grand Prix sem haldið er í Kína en mótið hófst í dag og stendur í þrjá daga og keppir Sveinbjörn á morgun laugardaginn 25. maí. Keppendur eru frá 43 þjóðum 159 karlar og 142 konur eða alls 301 keppandi. Búið er að draga og á Sveinbjörn þriðju viðureign í 81 kg flokknum á velli 1 og mætir hann Rigaqi Nai frá Kína en hér er keppnisröðin. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst 10 að morgni í Kína sem er kl. 2:00 eftir miðnætti í kvöld að okkar tíma en þeir eru 8 tímum á undan okkur.