Skarphéðinn Hjaltason íþróttakarl Mosfellsbæjar 2024

Skarp­héð­inn hóf að æfa judo hjá Judoó­fé­lagi Reykja­vík­ur ell­efu ára gam­all og er nú, níu árum síð­ar, orð­inn einn besti og öfl­ug­asti ju­dom­að­ur lands­ins. Hann náði mjög góð­um ár­angri á ár­inu, varð Ís­lands­meist­ari bæði í -90 kg flokki karla og opn­um flokki karla.

Skarp­héð­inn fékk silf­ur­verð­laun á Norð­ur­landa­meist­ara­mót­inu í Sví­þjóð, bæði í karla­flokki og í U-21 árs flokki karla, og á al­þjóð­legu móti í Dan­mörku, Copen­hagen Open, vann hann einn­ig til silf­ur­verð­launa.

Judosamband Íslands valdi Skarp­héð­inn ju­dom­ann árs­ins 2024 og var hann einnig kjörinn judomaður JR 2024. Skarphéðinn er þekkt­ur fyr­ir mikla vinnu­semi og metn­að, sem hef­ur skilað sér í stöð­ug­um fram­förum og ár­angri á bæði inn­lend­um og al­þjóð­leg­um vett­vangi.