Skarphéðinn hóf að æfa judo hjá Judoófélagi Reykjavíkur ellefu ára gamall og er nú, níu árum síðar, orðinn einn besti og öflugasti judomaður landsins. Hann náði mjög góðum árangri á árinu, varð Íslandsmeistari bæði í -90 kg flokki karla og opnum flokki karla.
Skarphéðinn fékk silfurverðlaun á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð, bæði í karlaflokki og í U-21 árs flokki karla, og á alþjóðlegu móti í Danmörku, Copenhagen Open, vann hann einnig til silfurverðlauna.
Judosamband Íslands valdi Skarphéðinn judomann ársins 2024 og var hann einnig kjörinn judomaður JR 2024. Skarphéðinn er þekktur fyrir mikla vinnusemi og metnað, sem hefur skilað sér í stöðugum framförum og árangri á bæði innlendum og alþjóðlegum vettvangi.