Vormót JSÍ 2025 í seniora flokkum var haldið laugardaginn 5. apríl í nýstandsettum glæsilegum æfingasal Judodeildar ÍR og hófst það kl. 12 og lauk um kl. 15:30. Keppendur voru fjörtíu og einn frá fimm klúbbum. Töluvert var um nýja keppendur sem og yngri sem æft hafa í mörg ár og eru að ganga upp í eldri aldursflokka. Keppnin var mjög skemmtileg á að horfa, mikið af fallegum ippon köstum og spennandi viðureignum. JR- ingar voru hlutskarpastir og unnu öll gullverðlaunin sex sem í boði voru í karlaflokki og ein gullverðlaun í kvennaflokki og JS (Judofélag Suðurlands) tóku tvenn gullverðlaun í kvennaflokkum.
Starfsmenn mótsins voru Aleksandra Lis, Ásgeir Ásgeirsson, Gísli Egilson og Magnús Sigurjónsson og dómarar voru þeir Björn Sigurðarson, Breki Bernhardsson, Gísli Egilson, Sævar Sigursteinsson, og Yoshihiko Iura.
Hér neðar eru myndir af verðlaunahöfum, frá mótinu, stutt videoklippa og hér eru úrslitin.








































































































