Síðasta æfing hjá börnum 5-6 ára og 7-11 ára verður þriðjudaginn 17. des. en þá verður sameiginleg æfing með þessum aldursflokkum og hefst hún kl. 17 og verður hún að mestu í leikjaformi. Að lokinni æfingu fá börnin afhent viðurkenningaskjöl fyrir haustönnina og síðan verður farið í setustofuna þar sem í boðið verða drykkir , kökur, ávextir og ýmslegt fleira og kaffi fyrir þá fullorðnu.
Síðasta æfing fyrir áramót hjá byrjendum 15 ára og eldri verður þriðjudaginn 17. des. og hjá framhaldi, kvennatíma og meistaraflokki miðvikudaginn 18. des. en hjá Gólfglímu 30+ fimmtudaginn 19.des. Hugsanlega verða haldnar aukaæfingar fyrir meistaraflokk milli Jóla og nýárs og verður það þá auglýst hér síðar.
Æfingar hefjast svo aftur á nýju ári sem hér segir. Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára og 15 ára og eldri og kvennatími 15+ hefjast mánudaginn 6. janúar. Gólfglíma, byrjendur/framhald 30 ára og eldri og æfingar barna 7-10 ára hefjast þriðjudaginn 7. janúar og æfingar barna 5-6 ára hefjast laugardaginn 11. janúar.