Síðasta æfing fyrir áramót hjá börnum hjá 7-11 ára verður fimmtudaginn 11. desember, hjá 5-6 ára laugardaginn 13. desember og hjá 11-14 ára mánudaginn 15. desember og verða æfingarnar að mestu í leikjaformi. Að lokinni æfingu fá börnin afhent viðurkenningaskjöl fyrir haustönnina og síðan verður farið í setustofuna þar sem í boðið verða drykkir, kökur, ávextir og kaffi fyrir þá fullorðnu.
Síðasta æfing fyrir áramót hjá öllum 15 ára og eldri verður föstudaginn 19. desember, síðasta æfing Kvennatími 15+ verður miðvikudaginn 17. desember og hjá Gólfglímu 30+ laugardaginn 20. desember. Hugsanlega verða haldnar aukaæfingar fyrir meistaraflokk á milli Jóla og nýárs og verður það þá tilkynnt á síðustu æfingu fyrir jól.
Æfingar hefjast svo aftur á nýju ári sem hér segir. Byrjenda og framhaldsnámskeið 11-14 ára og 15 ára og eldri og kvennatími 15+ hefjast mánudaginn 5. janúar. Gólfglíma, byrjendur/framhald 30 ára og eldri og æfingar barna 7-10 ára hefjast þriðjudaginn 6. janúar og æfingar barna 5-6 ára hefjast laugardaginn 10. janúar.

