Þá er komið jólafrí hjá 5-14 ára iðkendum en síðustu æfingar fyrir jól voru haldnar í lok síðustu viku og eru þær að venju aðallega í formi leikja. Í fyrra vorum við með sameiginlega jólaæfingu þessara aldursflokka en í ár var það ekki hægt þar sem iðkendum hefur fjölgað mikið og ekki pláss í salnum fyrir alla í einu. Viðurkenningarskjöl fyrir önnina voru afhent í lok æfingar og svo farið í setustofuna þar sem í boði voru drykkir, kökur, ávextir og kaffi fyrir þá fullorðnu. Þau börn sem komust ekki en það voru nokkur fá sínar viðurkenningar afhentar næst þegar þau mæta. Æfingar hefjast aftur 5. janúar á nýju ári.
































