Paris Grand Slam 2024 sem er eitt allra sterkasta judomót heims, fer fram dagana 2- 4 febrúar og verða þeir Karl Stefánsson og Kjartan Hreiðarsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara á meðal þátttakenda. Einnig stóð til að Hrafn Arnarsson myndi keppa en því miður lagðist hann í flensu eins og Kjartan í síðustu viku og missir því af mótinu. Búið er að draga og eru skráðir þátttakendur 621 frá 107 þjóðum 365 karlar og 256 konur. Kjartan (-73 kg) keppir á laugardaginn og á hann fyrstu glímu á velli eitt og mætir hann Rashid Mammadaliyev (AZE) sem er í 37. sæti á Wrl. Hrafn átti einnig að keppa á laugardaginn og hefði þá mætt Mohamed Rebahi (QAT) í þriðju glímu á velli tvö en hann er í 223 sæti á Wrl. Karl keppir á sunnudaginn og á hann 9. glímu á velli þrjú í +100 kg flokki og mætir hann Erik Abramov (GER) sem er í 23. sæti á Wrl. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv sem hefst kl. 8 að morgni alla dagana á okkar tíma.