OTC Mittersill 2026

OTC æfingabúðum í Mittersill í Austurríki eru haldnar dagana 7-14 janúar en þær eru líkast til sterkustu æfingabúðir sem haldnar eru ár hvert í heiminum. Alla jafnan sækja þær bestu judomenn og konur heims og eru þær liður í undirbúningi þeirra fyrir stórmótin sem fara að hefjast eins og Grand Slam, Grand Prix og fleiri. Þau Helena Bjarnadóttir, Aðalsteinn Björnsson, Mikael Ísaksson, Romans Psenicnijs og Skarphéðinn Hjaltason eru á meðal þátttakenda í Mittersill ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara. Hér má finna myndir frá æfingabúðunum.