OTC Mittersill 2025

Í vikunni fóru til Austurríkis ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara þeir Aðalsteinn Björnsson, og Skarphéðinn Hjaltason og taka þeir þar þátt í árlegum OTC æfingabúðum í Mittersill. OTC Mittersill eru líkast til sterkustu æfingabúðir sem haldnar eru ár hvert í heiminum en þær sækja alla jafnan bestu judomenn og konur heims. Þetta ætti að vera góður undirbúningur strákanna fyrir verkefni vetrarins en næsta mót er Reykjavík Judo Open (RIG) sem haldið verður í Laugardalshöllinni 25. janúar. Hér má finna myndir frá OTC Mittersill.