Það var frábær árangur hjá Sveinbirni Iura (-81 kg) er hann komst í þriðju umferð á Osaka Grand Slam í nótt. Hann byrjaði á því að leggja Turciosel frá El Salvador í hörku glímu og sigraði hann þegar um ein mínúta var eftir en var þá komin með Turciosel í fastatak sem gafst hann upp. Sveinbjörn mætti næst Baker frá Jórdaníu og sigraði hann einnig örugglega og var þar með kominn í 16 manna úrslit. Þar mætti Sveinbjörn ofjarli sínum Takeshi Sasaki frá Japan sem er í 28 sæti heimslistans og varð að játa sig sigraðann eftir stutta viðureign en Takeshi stóð uppi sem sigurvegari í flokknum síðar um daginn. Þetta var flottur og mikilvægur árangur hjá Sveinbirni og fullt af punktum sem hann ávann sér sem fleytir honum ofar á heimslistann og eykur enn líkurnar á Ólympíuþátttöku í Tokyo 2020. Til hamingju með árangurinn Sveinbjörn. Hér má sjá glímurnar hans.
Ægir Valsson (-90 kg) átti fyrstu viðureign í nótt á Grand Slam Osaka og þar mætti hann Hatem Abd El Akher frá Egyptalandi sem er í 61 sæti heimslistans í flokknum. Viðureignin byrjaði vel og var Ægir síst lakari aðilinn og virkaði sterkari ef eitthvað var. Hann átti ágætis sókn þegar um ein og hálf mínúta var liðinn er hann sótti eldsnöggt í Harai goshi sem tóks ekki alveg en hann náði samt kasti og Hatem virðist lenda á lenti á hliðinni en Ægi fékk ekkert fyrir kastið. Viðureignin var jöfn en Ægir var þó kominn með eitt shido fyrir varnartilburði. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir komst Hatem í góð grip sem hann náði að halda og Ægir gætti ekki að sér og var kastað á fallegu Harai goshi og þar með var keppni hans lokið á Grand Slam að þessu sinni. Ægir hefur litla reynslu af þátttöku í sterkustu mótum heims eins og Grand Slam er svo ef hún hefði verið til staðar þá er ekki ólíklegt að hann hefði hann borið sigur úr býtum því ekki vantar styrk, úthald og kunnáttu, það sem hann skortir er fyrst og fremst keppnisreynslan. Hér má sjá glímuna hans.