Keppa á Grand Slam í kvöld og á morgun

Sveinbjörn Iura (-81 kg) keppir í kvöld á Grand Slam Osaka um kl. 1:15 í nótt að Ísl. tíma og á hann fjórðu viðureign á velli 1 og mætir Juan Diego Turcios frá El Salvador. Hér er tengill á beina útsendingu og aðrar upplýsingar. Ægir Valsson (-90 kg) keppir aðra nótt,  um kl. 1 eftir miðnætti á laugardaginn og mætir hann Hatem Abd El Akher frá Egyptalandi. Ekki er enn vitað númer hvað viðureign hans er en upplýsingar um það verða settar hér inn á morgun. Egill Blöndal keppir ekki  eins og til stóð þar sem hann varð fyrir þvó óláni að úlnliðsbrotna og verður því frá keppni í um fjórar vikur og Breki keppir einungis í Hong Kong ásamt Sveinbirni næstu helgi