
Ari Sigfússon og Davíð Víðisson úr JR og Alexander Heiðarsson úr KA fóru í 1. dan próf laugardaginn 2. desember og stóðust allir prófið með sóma. Það er gaman að geta þess að Ari var ekkert að flýta sér í svarta beltið því hann tók brúna beltið 19. desember 1990 eða fyrir 27 árum. Til hamingju allir með áfangann.