Nú styttist í Norðurlandamótið sem haldið verður hér á landi um helgina í Íþróttahúsinu Digranes í Kópavogi. Keppendur eru um þrjúhundruð og tuttugu frá öllum Norðurlöndunum og er þetta fjölmennasta norðurlandamótið í judo sem haldið hefur verið hér á landi. Fyrir utan keppni í karla og kvenna flokkum þá verður einnig keppt í U21 árs og U18 ára aldursflokkum og auk þess í aldursflokkum 30 ára og eldri og að lokum verður keppt í blandaðri liðakeppni. Á laugardaginn verður keppt í senioraflokkum karla og kvenna og einnig í aldursflokkum karla og kvenna U18. Á sunnudaginn verður svo keppti í aldursflokki U21 árs karla og kvenna og Veterans þ.e. 30 ára og eldri. Að lokum verður svo liðakeppni seniora í blönduðum sveitum karla og kvenna í eftirfarandi þyngdarflokkum, -57, -73 -70, -90, +70 og +90. Keppnisplan/schedule