Nokkrar gráðanir fóru fram í vikunni í aldursflokkum 15 og eldri, 11-14 ára og 7-10 ára og stóðust allir þátttakendur prófið með ágætum. Í aldursflokki 11-14 ára fékk Jóhann Áki Jónsson græna beltið (3. kyu), Benjamín Blandon appelsínugult belti (4. kyu) og þau Bjartmar Óli Jónsson, Gústav Kjærnested, Orri Hjálmarsson og Karólína Atladóttir fengu gult belti (5. kyu). Þær Freyja Mjöll Friðgeirsdóttir og Sigdís Anna Tryggvadóttir sem eru í 7-10 ára aldursflokki fengu bláa strípu í beltið sem er sú næstsíðasta hjá þeim en á ellefta ári fá þær líka gult belti. Í aldursflokki 15 ára og eldri fengu þeir Aron Feykir Heiðarsson, Gabríel Jóhannesson, Sigurður Már Sigurgeirsson, Daníel Ísar Hákonarson og Bjarnsteinn Örn Hilmarsson appelsínugula beltið. Fleiri gráðanir verða haldnar á næstu vikum. Til hamingju með áfangann.