Góðan daginn Kæra Judofólk
JSÍ mun skipuleggja ferð á Norðurlandameistaramótið í Judo 2025 sem fram fer daganna 10-11 maí. Áætlað er að fljúga út á föstudeginum 9. maí og heim aftur á sunnudagkvöldið 11. maí.
Mótið fer fram í Brondby (sem er grennd við Kaupmannahöfn) í Danmörku.
Keppni í flokkum U18 og Senior fer fram 10.maí, en keppni í flokkum Veterans og U21 fara fram á 11. maí
Í ár mun JSÍ mun ekki geta styrkt keppendur til þátttöku á mótinu, en engu síður mun JSÍ skipuleggja ferð og sjá um farastjórn. Þjálfari ferðarinnar er Zaza Simonisvhili og Þormóður Jónsson mun sjá um farastjórn.
Áætlaður heildarkostnaður á hvern keppenda er áætlaður um 130.000 kr. Innifalið er flug, hotel (tvær nætur) lest frá flugvelli í Danmörku og keppnisgjöld. Ath ef áhugi er fyrir því að taka þátt í æfingbúðum að loknu móti þarf að tilgreina það sérstaklega.
Vinsamlega staðfestið þátttöku ekki seinna en 14. Apríl. Greiða þarf staðfestingargjald 65.000kr samhliða skráningu þann 14. apríl. Leggja skal inn á reikning kt:450274-0709 reikn:323-26-202
Afgangur upphæðarinnar verður gerður að lokinni þátttöku.
Athugið að staðfesting er fjárhagslega bindandi.
Sendið upplýsingar um nafn, aldursflokk og þyngdarflokk keppenda.
Nánari upplýsingar um skipulag mótsins má finna í hjálögðuskjali.
Nánari upplýsingar um ferðaáætlun verður send Þegar nær dregur.
Ef einhverjar spurningar eru þá endilega sendið á jsi@jsi.is eða thormodur@jsi.is
Með bestu kveðju / Best regards
Þormóður Á. Jónsson
Judosamband Íslands / Judo Federation of Iceland
Afreksstjóri / director of performance
jsi@jsi.is / (+354) 6923595