Nú er byrjað að aflýsa judóviðburðum vegna Coronavírusins og hefur þremur mótum þegar verið aflýst. Fyrst var það Senior Europen Judo Cup í Swiss og Cadett European Judo Cup í Zagreb sem halda átti helgina 7-8 mars og svo var Rabat Grand Prix í Marrakó aflýst í dag en Sveinbjörn Iura átti einmitt að keppa á því næstu helgi en hann lagði af stað í ferðalagið í morgun. Hann fór því ekki lengra en til Parísar og mun í staðinn æfa þar og fara þaðan eftir viku til suður Ameríku en hann ætlar að keppa á Pan American Open í Santiago í Chile 14-15 mars og í Lima í Perú 21-22 mars ef að þeim mótum verður ekki aflýst líka. Það þarf því að fylgjast vel með hvort viðburðum sé aflýst því fyrirvarinn er nánast enginn.
