Michal Vachun fyrrum þjálfari og landsliðsþjálfari á Íslandi var 14. des. s.l. á ársþingi Evrópu Judosambandsins (EJU) gráðaður í 9. dan. Vachun, eins og við gjarnan köllum hann, kom fyrst til landsins haustið 1972 á vegum Judofélags Reykjavíkur með tékkneska landsliðinu. Liðið keppti á opnu judomóti sem fram fór í Laugardalshöllinni og kepptu Tékkarnir einnig í liðakeppni gegn JR. Ári seinna var þess farið á leit við Vachun að hann tæki að sér þjálfun hjá JR sem hann og gerði. Hann var hjá JR í nokkur ár eða þar til hann tók við starfi landsliðsþjálfara Tékka sem hann stýrði til hausts 1988 en þá kom hann aftur til Íslands og þjálfaði hjá JR ásamt því að gegna starfi landsliðsþjálfara Íslands. Bjó hann á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni allt til haustsins 1996 er hann snéri aftur heim.
Hér er umfjöllun og viðtal við Vachun í tilefni 9. dan gráðunarinnar. Við óskum Michal Vachun hjartanlega til hamningju með gráðuna.
Á vefsíðu Júdosambands Evrópu (EJU) er viðtal við Michal Vachun frá 12. júlí 2020 þar sem farið er í gegnum judo sögu hans.


