Lokahóf Judosambands Íslands fór fram laugardaginn 6. desember og var þar eins og venja er tilkynnt um val á judomönnum ársins, þau efnilegustu, dómari ársins og veittar viðurkenningar fyrir dan gráðanir.
Judomenn ársins 2025 eru þau Aðalsteinn Björnsson og Helena Bjarnadóttir bæði úr JR. Aðalsteinn var að hljóta þesa nafnbót í fyrsta skipti en Helena í það þriðja. Bæði stóðu þau sig vel á árinu og er hér stikklað á því helsta.
Aðalsteinn sigraði á Smáþjóðaleikunum í -90 kg flokki, brons á Matsumae Cup U21 -90 kg, varð Íslandsmeistari í opnum flokki karla, silfur á Reykjavík Judo Open í -90 kg flokki og á Íslandsmeistaramótinu í sama flokki. Gullverðlaun í U21 árs aldursflokki bæði á Íslandsmeistaramóti og Afmælismóti JSÍ.
Helena sem býr í Serbíu og keppti því ekkert hér heima en náði góðum árangri á erlendis. Á Smáþjóðaleikunum var hún með brons og einnig brons á Norðurlandameistaramótinu í U18. Hún stóð sig frábærlega á European Cup Cadet í Riga er hún vann til silfurverðlauna og keppti um bronsverðlaunin í Grikklandi á European Cup Cadet í Þessalóníu.
Efnilegustu judomenn ársins 2025. Þau efnilegustu eru valin úr aldursflokkum U18/U21 árs og er stuðst við punktastöðu þeirra. Efnilegastur í karlaflokki er Viktor Kristmundsson úr JR en í kvennaflokki eru tvær stúlkur sem hljóta þessa nafnbót að þessu sinni þar sem þær voru það jafnar og erfitt að gera upp á milli þeirra og því var ákveðið að þær myndu báðar verða fyrir valinu. Efnilegastar í kvennaflokki eru þær Agla Ólafsdóttir úr JS og Emma Thueringer úr JR.
Veittar voru viðurkenningar fyrir dan gráðanir sem að þessu sinni voru eingöngu 1. dan gráðanir. Þeir Einar Jón Sveinsson, Gunnar Ingi Tryggvason, Jónas Björn Guðmundsson, Orri Snær Helgason tóku 1. dan á þessu ári en þeir Böðvar Arnarsson og Daníel Árnason tóku gráðuna í lok árs 2023 og hefðu átt að fá sína viðurkenningu í fyrra en því miður fórst það fyrir og er hér bætt úr því.
Dómari ársins er Björn Sigurðarson úr Ármanni en hann hefur lagt mikla og óeigingjarna vinnu í dómgæslustörf móta.







