Á lokahófi Júdósambands Íslands 16. desember 2017 var Þormóður Árni Jónsson úr JR valinn Judomaður ársins og Anna Soffia Víkingsdóttir úr KA judokona árins. Efnilegustu voru þau Aleksandar Lis úr ÍR og Alexander Heiðarsson úr KA. Dómari ársins er Jón Kristinn Sigurðsson og var hann einnig heiðraður með bronsmerki JSÍ fyrir uppbyggingu dómaramála en hann hefur verið afar ötull við það starf. Einngi var Edda Ósk Tómasdóttir úr KA heiðruð með bronsmerki JSÍ fyrir þjálfun og félagsstörf hjá Judodeild KA. Þeir fyrstu sem luku Þjálfari I. hjá JSÍ fengu Diploma því til staðfestingar en það voru þeir Ásgeir Erlendur Ásgeirsson úr ÍR, Einar Örn Hreinsson úr Tindastól og Guðmundur Björn Jónasson úr JR. Það voru þrettán aðilar sem tóku 1. dan á árinu og sex sem tóku 2. dan og auk þeirra voru þeir Bjarni Skúlason úr Ármanni og Hans Rúnar Snorrason úr KA, heiðursgráðaðir í 2. dan. Hér eru allar dan gráðurnar. Sigurður Helgi Jóhannsson úr JR var kjörinn heiðursformaður JSÍ á ársþingi þess 2015. Á uppskeruhátíðinni var honum afhent áletrað stuðlaberg og viðurkenningarskjal því til staðfestingar en hann hafði ekki haft tök á að veita því móttöku fyrr en nú.