Íþróttamaður ársins 2017

Þormóður Árni Jónsson, judomaður ársins 2017

Í hófi sem Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands héldu í Hörpu 28. desember þar sem kylfingurinn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kjörinn íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna veitti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands einnig viðurkenningar til íþróttakvenna og íþróttamanna ársins 2017 í sérgreinum íþrótta. Þar fengu judomaður og judokona ársins þau Þormóður Árni Jónsson, JR og Anna Soffía Víkingsdóttir, KA sínar viðurkenningar afhentar. Þar sem að Anna Soffía komst ekki til að taka við sinni viðurkenningu tók Jóhann Másson formaður JSÍ við henni fyrir hennar hönd. Óskum við þeim til hamingju með þessar viðurkenningar og sérstakar hamingjuóskir sendum við til Ólafíu með titilinn íþróttamaður ársins 2017, hún er vel að því komin.