Logi Haraldsson tók þátt í Europen Judo Open í Madrid sem haldið var um 1-3. júní sl. Í -81 kg flokknum hjá Loga voru 38 keppendur og mætti hann Manuel Rodrigues (POR). Logi byrjaði illa og fékk shido eftir aðeins þrjátíu sekúndur og Manuel skoraði síðan Wazaari tíu sekúndum síðar. Þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af viðureigninni fékk Logi annað shido og staðan var orðin verulega slæm en þá tók hann loksins við sér og átti glímuna sem eftir var og Manuel alveg búinn á því. Logi átti ágætis vinnslu í gólfinu þar sem hann reyndi að komast í lúmska hengingu og tvær Uchimata sóknir og vantaði aðeins örlítið uppá í seinna skiptið að hann næði að skora en því miður tókst það ekki og hann féll úr keppni en hörkuglíma hjá Loga og hefði hann eflaust unnið viðureignina ef hann hefði haft svona þrjátíu sekúndur í viðbót en hann fór bara of seint í gang. Hér er glíman hans og Manuels.