Landsliðsæfing að lokinni Sveitakeppni

Það verður landsliðsæfing U21 og seniora laugardaginn 18. nóv. í beinu framhaldi af Sveitakeppninni sem lýkur um kl. 14:00. Allir 15 ára og eldri judomenn og konur eru velkomin en skyldumæting er hjá þeim sem hafa hug á því að komast í landsliðshóp. Æfingin fer fram hjá Judodeild Ármanns í Laugardal. Landsliðsþjálfarar.