Nú standa yfir gráðanir í öllum aldursflokkum hjá JR og í gær 2. desember fóru níu krakkar í aldursflokknum 11-14 ára í gráðun og tóku sex þeirra 5. kyu (gult belti), einn tók 4. kyu (appelsínugult belti og tveir tóku 3. kyu (grænt belti) og stóðu þeir sig allir með sóma.
