EYOF leikunum 2023 er lokið en judokeppnin hófst 23. júlí og lauk 29. júlí með blandaðri liðakeppni þar sem Tyrkir sigruðu en þeir kepptu til úrslita gegn Azerbaijan sem sigraði 2022 og Georgia varð í þriðja sæti. Þeir Daron Hancock og Mikael Ísaksson báðir úr JR kepptu 27. júlí og drógust báðir á móti sterkum andstæðingum. Daron sem keppti í -73 kg flokki og mætti Adrian Durdevic frá BIH (Bosnia og Herzegovina). Þetta var hörkuviðureign þar sem barist var um tökin og stóð glíman í rúmar þrjár mínútur og var Adrian öllu virkari og náði Daron engum tökum og tapaði að lokum þrem shido. Mikael sem keppti í -81 kg flokki mætti Maj Kavnik frá SLO (Slóveníu). Mikael byrjaði af krafti og lenti fjótlega í gólfglímu og það leit ekki vel út fyrir hann þar á tímabili en hann bjargað sér vel með góðri vörn og dómari stoppar glímuna. Viðureignin hófst aftur og var Mikael ekki nógu vakandi og var skellt stuttu síðar á fallegu Osoto gari. Hvorki Daron né Mikael fengu uppreisnarglímur þar sem andstæðingar þeirra komust ekki nógu langt áfram í keppninni. EYOF er gríðasterkt judomót og ekki sjálfgefið að vinna viðureign á því en það vissu þeir félagar og höfðu undirbúið sig vel en það dugði ekki til að þessu sinni. Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari var með strákunum í þessari ferð. Nánari upplýsingar má finna hjá EJU hjá IJF og JudoTV.