Keppa í Riga á European Cup

Helgina 18 og 19 okt. hefst í Lettlandi Riga Millennium Team Cadet European Cup og á meðal keppenda eru sex keppendur frá Íslandi ásamt Zaza Simonishvili þjálfara en það eru þau Eyja Viborg -52, Weronika Komendera -57, Helena Bjarnadóttir -70, Orri Helgason -66, Jónas Björnsson -73 og Viktor Kristmundsson +90. Á morgun keppa þau Eyja og Orri og á sunnudaginn keppa hin. Keppnin hefst klukkan 6 að morgni á okkar tíma. Orri á fjórðu glímu á velli 1 og Eyja 23 glímu á velli 3. Þátttakendur eru 419 frá 24 þjóðum, 303 karlar og 116 konur. Hér er drátturinn og fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv.