Keppa í Paks í Ungverjalandi

Paks Junior European Cup 2024 (aldursflokkur U21) hófst í dag í Paks í Ungverjalandi og eru keppendur frá 29 þjóðum, 233 karlar og 127 konur. Þeir félagar Skarphéðinn Hjaltason, Aðalsteinn Björnsson og Mikael Ísaksson sem hafa æft í sumar í Serbíu verða á meðal keppenda og keppa þeir allir á morgun og hefst keppnin kl. 7 í fyrramálið að íslenskum tíma. Skarphéðinn keppir í -90 kg flokki og á hann 3 viðureign á velli 3 en Mikael og Aðalsteinn sem keppa báðir í -81 kg flokki verða á velli 1 og á Mikael 7 viðureign og Aðalsteinn 28 sem gæti verið um níu leytið. Skarphéðinn mætir Rohil Noor (NOR), Mikael mætir Nicola Chiari (ITA) en Aðalsteinn situr hjá í fyrstu umferð og mætir svo annaðhvort Adam Major (HUN) eða Mateusz Grendys (POL). Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu.