
Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfarai fór með sex keppendur til Tékklands en þeir munu keppa á Prag Open 2018 næsta sunnudag en mótið hefst á morgun í léttari flokkum. Þátttakendur eru frá Íslandi eru þeir Árni Lund, Breki Bernharðsson og Logi Haraldsson sem allir keppa í -81 kg flokki, Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura í -90 kg og Þormóður Jónsson í +100 kg. Að loknu móti fara þeir í OTC æfingabúðirnar í Nymburk en þar verða samankomnir flestir bestu judomenn heims. Hér er keppendalistinn og drátturinn og hér má fylgjast með mótinu í beinni útsendingu og hefst það kl. 9 að Íslenskum tíma báða dagana.