Dagana 25-26 maí verður Norðurlandameistaramótið haldið í Sundsvall í Svíþjóð og verða tólf keppendur frá Íslandi þar á meðal. Upphaflega voru þeir fjórtán en tveir forfölluðust á síðustu stundu. Þeir sem það geta munu keppa í tveimur aldursflokkum þ.e. í seniora flokki og í annað hvort U21 eða U18 og einn mun keppa í veterans flokki. Þeir sem fara eru, Aðalsteinn Björnsson, Skarphéðinn Hjaltason, Romans Psenicnijs, Jónas Guðmundsson, Mikael Ísaksson, Weronika Komendera, Ingólfur Rögnvaldsson, Daron Hancock, Helena Bjarnadóttir, Ari Sigfússon, Karl Stefánsson og Eyja Viborg. Þjálfari er Zaza Simonishvili og fararstjóri er Ari Sigfússon. Bjarni Skúlason og Marija Dragic Skúlason munu einnig koma til Svíþjóðar og vera liðinu innan handar. Myndin hér neðar er af hluta hópsins sem keppir um helgina og var tekin á æfingu í gær.