Sunnudaginn 24. júlí hófust í Banská Bystrica í Slóvakíu EYOF leikarnir 2022 eða Ólympíuhátíð æskunnar sem er íþróttahátíð sem haldin er annað hvert ár fyrir aldurshópinn 14-18 ára. Hátíðin í ár átti að fara fram 2021 en var frestað vegna Covid svo það verða aftur EYOF leikar 2023 í Maribor í Slóveníu. Á leikunum núna eru um 3000 þátttakendur frá 48 evrópuþjóðum og er keppt í tíu íþróttagreinum sem eru ásamt judo, badminton, blak, fimleikar, frjálsar, handbolti, hjólreiðar, körfubolti, sund og tennis og verða íslendingar þátttakendur í öllum greinum nema körfu og blaki. Þetta mót er gríðasterkt og hafa allmargir fyrrum sigurvegarar þess unnið verðlaun á Ólympíuleikum ekki svo löngu seinna eins og t.d. judomaðurinn Ilias Iliadis frá Grikklandi (áður Jarij Zviadauri, GEO) en hann vann gullverðlaun á EYOF 2001 í Murcia þá 15 ára gamall en keppti þá fyrir GEO og hann verður Ólympíumeistari karla tveimur árum síðar í Aþenu 2004 aðeins 17 ára gamall.
Til þess að tenglarnir hér neðar virki sem skyldi þá þarf að stofna (IJF account) sem er frír og notast aftur á næstu IJF viðburðum. Judokeppnin hófst í dag en hún stendur yfir frá 26-30 júlí og er keppt í liðakeppni síðasta daginn. Þátttakendur í judo fyrir Íslands hönd eru þeir Skarphéðinn Hjaltason, JR sem keppir í -90 kg flokki og Jakub Tomczyk, UMFS sem keppir í -81 kg flokki og munu þeir báðir keppa 28. júlí. Með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Zaza Simonishvili. Búið er að draga og fá þeir öfluga andstæðinga sem eru báðir ofarlega á heimslistanum í U21 árs aldursflokki. Skarphéðinn mætir keppanda frá Serbíu, Miljan Radulj sem er í 39. sæti listans og Jakub mætir keppanda frá Ukraníu, Stanislav Korchemliuk sem er í 41. sæti listans. Hér er PDF skjal með drættinumn í öllum flokkum.
Hér er linkur á beina útsendingu og frekari upplýsingar. Mæli með að nota IJF Live síðuna til að horfa á beina útsendingu en henni fylgja allar upplýsingar um mótið og keppendur. Til að nota hana þarf að stofna (IJF account) sem er frír og notast aftur og aftur. Keppnin hefst kl. 10 að staðartíma sem er þá kl. 8 að morgni hjá okkur þar sem tímamunurinn er 2 tímar.