Keppa á Conegliano European Open

Conegliano European Open verður haldið á Ítalíu helgina 8 til 9 nóvember og verða þeir Aðalsteinn Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason á meðal þátttakenda og með þeim í för er Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari. Báðir keppa strákarnir í – 90 kg flokki á sunnudaginnn og hefst keppnin kl. 8 að morgni á okkar tíma. Skarphéðinn á sjöundu glímu á tatami 2 og Alli á fimmtándu á sama velli. Þátttakendur eru 310 frá 37 þjóðum, 205 karlar og 105 konur. Hér er drátturinn og fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv.