Julien Brulard franskur þjáfari heimsótti Judofélag Reykjavíkur í dag og sá hann um æfingu barna 11-14 ára og síðan hjá meistaraflokki/framhaldi síðar sama dag. Það var afar skemmtilegt, áhugavert og lærdómsríkt að fylgjast með því hvernig hann byggði æfinguna upp og leiddi hana áfram. Julien sem er á ferð um heiminn og hefur það að markmiði að heimsækja öll aðilarlönd að IJF sem eru 197 og judoklúbba þar, hefur nú þegar heimsótt rúmlega fjörtíu þeirra. Við óskum honum góðs gengis á þessari vegferð og þökkum kærlega fyrir heimsókn hans til JR og vonumst til þess að sjá hann aftur í klúbbnum einhvern daginn.