Jólaæfing Júdosambandsins fyrir 11-14 ára

Það verður ekki æfing í JR hjá 11-14 ára næsta föstudag því við munum taka þátt í Jólaæfingu Júdosambands Íslands sem haldin verður á sama tíma . JSÍ mun standa fyrir sameiginlegri Jólaæfingu allra klúbba í aldursflokknum 11-14 ára næsta föstudag þ.e. 13. desember og hefst hún kl. 17:30 og stendur í um 60 mín. Myndatökulið verður á staðnum og verður myndefni frá æfingunni notað til kynningar á íþróttinni. Að lokinni æfingu verður boðið upp á pizzu og drykki. Æfingin fer fram hjá Júdodeild Ármanns í Laugardal.